top of page

Um okkur

Okkar talþjálfun ehf var stofnað árið 2016 og starfa þar þrír talmeinafræðingar. Boðið er upp á greiningu, ráðgjöf og þjálfun vegna tal- og málmeina barna. 

 

Auður lauk B.A. prófi í íslensku frá Háskóla Íslands vorið 2012 og meistaraprófi í talmeinafræðum frá Háskóla Íslands vorið 2014. Lokaverkefni hennar til meistaraprófs fól í sér forprófun á prófatriðum fyrir nýtt íslenskt málþroskapróf fyrir börn á aldrinum 4-6 ára. Auður starfaði áður hjá Talþjálfun barna á Selfossi. 

Auður Hallsdóttir

Guðrún lauk B.Ed. prófi í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands vorið 1997 og starfaði sem kennari og leikskólakennari til ársins 2008. Hún lauk meistaraprófi í talmeinafræðum frá Háskóla Íslands vorið 2015. Lokaverkefni hennar til meistaraprófs fól í sér að meta taltog sem meðferðarleið fyrir einstaklinga með málstol. Guðrún starfaði áður hjá Mál og tal talþjálfunarstofu í Hafnarfirði. 

Guðrún Blöndal

Rakel útskrifaðist sem sjúkraliði árið 2001 og starfaði á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustu sem slíkur til ársins 2006. Hún lauk B.Ed. prófi í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands vorið 2011 og meistaraprófi í talmeinafræðum frá Háskóla Íslands vorið 2015. Lokaverkefni hennar til meistaraprófs fjallaði um kyngingartregðu hjá börnum með CP hreyfihömlun. Rakel starfaði áður hjá þjónustumiðstöðinni Miðgarði í Grafarvogi og Talstöðinni í Kópavogi. 

Rakel Guðfinnsdóttir
bottom of page